4 maí 2016Grindavík varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna en lokamótið fór fram á þeirra heimavelli í Mustad höllinni. Grindavík hefur gengið vel í vetur í þessum flokki og unnið alla sína leiki nema einn. Grindavík og Keflavík léku síðan hreinan úrslitaleik á loka keppnishelginni um titilinn og stóð Grindavík uppi sem sigurvegari í ár.
Til hamingju Grindavík!