28 apr. 2016Haukar og KR leika fjórða leikinn í kvöld um Íslandsmeistaratitilinn í lokaúrslitum Domino's deildar karla. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum í ár en staðan í einvígi félaganna er 2-1 fyrir KR.
Leikur kvöldins fer fram í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst hann kl. 19:15.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á sínum stað frá öllum leikjum á kki.is.
Takið þátt í umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365.
Einnig verður hægt að fylgjst með á facebook og Instagram síðum KKÍ.
Sjáumst á vellinum!