27 apr. 2016Skallgrímur hafði sigur í gærkvöldi á Fjölni í oddaleik 1. deildar karla i úrslitunum 2016. Bæði lið höfðu unnið tvo leiki hvort og því hreinn úrslitaleikur um sæti í deild þeirra efstu á næstu leiktíð.
Lokatölur leiksins urðu 75:91 fyrir Skallagrím en staðan eftir þrjá leikhluta var 59:58 fyrir Fjölni og því ljóst að Skallagrímur kláraði lokaleikhlutann sterkt og lögðu grunninn að sigrinum á lokasprettinum.
Það er því ljóst að Skallagrímur fer með bæði karla- og kvennaliðin sín upp um deild í ár og verða þau bæði í efstu deild, Domino's deild karla og kvenna, á næstu leiktíð 2016-2017.