27 apr. 2016
Golfmót körfuboltamanna 2016 verður haldið í sumar föstudaginn 10. júní á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur.
Ræst verður út kl. 11:00. Mótið verður auglýst nánar síðar en allir úr körfuknattleikshreyfingunni sem iðka golf eru hvattir til að taka daginn frá og fjölmenna á þetta skemmtilega mót sem Ríkarður Hrafnkelsson hefur haldið í hátt í 20 ár.