26 apr. 2016
Það ræðst í kvöld hvaða lið fer upp úr 1. deild karla ásamt Þór Akureyri og leikur í Domino's deildinni á næsta ári en oddaleikur Fjölnis og Skallagríms sker úr um það.
Bæði lið hafa unnið tvo leiki hvort og því er þetta hreinn úrslitaleikur um að komast upp um deild. Leikir liðanna hafa verið jafnir og spennandi og má búast við spennu í leik kvöldsins.
Leikurinn fer fram í Dalhúsum, Grafarvogi kl. 19:15. Áhorfendur er hvattir til að mæta tímanlega. Fjölnir mun senda leikinn út á netinu á heimasíðu sinni Fjölnir-TV.
Fylgist einnig með KKÍ á twitter @kkikarfa og #korfubolti, instagram @kkikarfa og facebook.