26 apr. 2016Snæfell er Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna árið 2016 eftir sigur í oddaleik um titilinn! Haukar og Snæfell áttust við í hreinum úrslitaleik í lokaúrslitunum kvenna í kvöld í Hafnarfirði og höfðu Snæfell sigur í spennuleik og lyftu því bikarnum í leikslok. Lokatölur 59:67.
Þetta er því þriðja árið í röð sem Snæfell verður Íslandsmeistari kvenna sem er frábært afrek.
Til hamingju Snæfell!