26 apr. 2016KR-b urðu íslandsmeistarar B-liða 2016 eftir úrslitaleik gegn Njarðvík-b á laugardaginn. Lokatölur urðu 97:80 fyrir KR. Bæði lið léku í 2. deild karla í ár en þegar kom að úrslitakeppninni kepptu B-liðin innbyrðis og A-lið deildarinnar sér.
Eftir undanúrslit þar sem KR lagði Hauka og Njarðvík lagði Fjölni þá mættust liðin í úrslitaleiknum sem fram fór í Kennaraháskólanum á laugardaginn.
Til hamingju KR!