26 apr. 2016Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára kvenna. Lokaleikur A-riðils var hreinn úrslitaleikur milli Keflavíkur og Grindavíkur um titilinn.
Leikurinn var mjög jafn frá upphafi, aldrei meira en 2 stiga munur út allan leikin þar sem liðin skiptust á skora og vera yfir og bæði liði léku skemmtilegan körfubolta.
Eftir venjulegan leiktima var jafnt 16:16 og því var framlengt í 3 mínútur skv. minniboltareglum. Þá var ennþá jafnt 18:18 og tók við bráðabani þar sem úrslitakarfa réði því að lið Grindavíkur fagnaði sigri og Íslandsmeistaratitlinum í ár í flokknum.
Til hamingju Grindavík!