25 apr. 2016Það er komið að þriðja leik KR og Hauka í úrslitum Domino's deildar karla um íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst kl. 19:15.
Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR og með sigri í kvöld verða þeir krýndir íslandsmeistarar 2016.
Allir leikir úrslitanna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á sínum stað frá öllum leikjum á kki.is.
Takið þátt í umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365. Einnig verður hægt að fylgjst með á facebook og Instagram síðum KKÍ.
Sjáumst á vellinum!