25 apr. 2016
Gnúpverjar eru íslandsmeistarar 3. deildar karla í ár. Þeir lögðu liði Laugdæla í úrslitaleiknum í deildinni sem fram fór á föstudaginn. Lokatölur urðu 78:72. Bæði lið hafa þar með tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári.
Laugdælir urðu efstir eftir deildarkeppni vetrarins og Gjúpverjar í 2.-3. sæti. Leikin var 4-liða úrslitakeppni sem endaði með úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Til hamingju Gnúpverjar!