19 apr. 2016

Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar lokaúrslit karla 2016 hefjast. Það verða KR og Haukar sem leika til úrslita í ár og verður því annað liðið krýnt íslandsmeistari í ár. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum. 

E
invígi félaganna hefst í kvöld í DHL-höllinni kl. 19:15.

Allir leikir úrslitanna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á sínum stað frá öllum leikjum á kki.is.

Leikjaplanið: 
19. apríl kl. 19:15 KR-Haukar · DHL-höllin
22. apríl kl. 18:45 Haukar-KR · DB Schenkerhöllin
25. apríl kl. 19:15 KR-Haukar · DHL-höllin
28. apríl kl. 19:15 Haukar-KR - ef þarf · DB Schenkerhöllin
30. apríl kl. 17:00 KR-Haukar - ef þarf · DHL-höllin

Takið þátt í umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365.
Einnig verður hægt að fylgjst með á facebook og Instagram síðum KKÍ.

Sjáumst á vellinum!