18 apr. 2016

Um helgina hófust úrslit 2. deildar karla og í kvöld fara fram tveir leikir. Fyrirkomulagið er þannig háttað að B-lið deildarinnar leika saman í fjögurra liða úrslitakeppni og hin fjögur efstu 2. deildar liðin leika innbyrðis saman en þau keppast um sæti í 1. deild karla að ári.

Þau lið sem mætast í kvöld í undanúrslitum 2. deildar leika um að komast í úrslitaleikinn en bæði lið tryggja sér sæti í deildinni fyrir ofan með því að vinna í kvöld. Liðin sem fara áfram í kvöld munu svo leika til úrslita í deildinni næstu helgi ásamt því að úrslitaleikur B-liða fer fram.

Leikir kvöldsins:
Kennaraháskólinn kl. 20:00
Leiknir Reykjavík-Hrunamenn

Hertz-hellirinn, Seljaskóli kl. 20:15
Íþróttafélag Breiðholts-KV