16 apr. 2016

Í dag er komið að stóru stundinni þegar lokaúrslit kvenna 2016 hefjast. Það verða Haukar eða Snæfell sem leika til úrslita í ár og annað liðið verður krýnt íslandsmeistari í ár en einvígi félaganna hefst í dag og fyrsti leikur liðanna fer fram í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum kl. 17:00.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum.

Allir leikir úrslitanna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á sínum stað frá öllum leikjum á kki.is.

Leikjaplan úrslita kvenna 2016:

Leikur 1 laugardagur 16. apríl

Kl. 17:00 · Haukar-Snæfell · DB Schenkerhöllin
 
Leikur 2 mánudagur 18. apríl
Kl. 19:15 · Snæfell-Haukar · Stykkishólmur
 

Leikur 3 fimmtudagur 21. apríl – sumardagurinn fyrsti
Kl. 19:15 · Haukar-Snæfell · DB Schenkerhöllin
 

Leikur 4 sunnudagur 24. apríl – ef þarf
Kl. 19:15 · Snæfell-Haukar · Stykkishólmur

Leikur 5 miðvikdagur 27. apríl – ef þarf
Kl. 19:15 · Haukar-Snæfell · DB Schenkerhöllin