15 apr. 2016

Það verða KR og Haukar sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í ár í Domino's deild karla. Haukar unnu einvígi sitt gegn Tindastól og í kvöld unnu KR Njarðvík í hinni undanúrslitaviðureigninni og því ljóst að félögin eru þau tvö sem leika til úrslita í ár.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem félögin leika til úrslita gegn hvort öðru. KR hafa leikið til úrslita sl. þrjú ár en Haukar léku síðast í úrslitum árið 1993.

#korfubolti