15 apr. 2016
Það ræðst í kvöld hvort það verður KR eða Njarðvík sem leikur til úrslita gegn Haukum um íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla 2016. Liðin mætast í oddaleik undanúrslitanna í kvöld kl. 19:15 í DHL-höllinni í Frostaskjóli.
Staðan er 2-2 í rimmu félaganna en liðin hafa unnið sína heimaleiki í seríunni hingað til. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is.
Áhorfendur er hvattir til að mæta tímanlega til að fá sæti, en KR verður að venju með BBQ í félagsheimilinu fyrir áhugasama frá kl. 18:00.
Fylgist með umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365 og einnig KKÍ á Instagram.
Sjáumst á vellinum!