12 apr. 2016Í kvöld er komið að fjórða leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Domino's deildar karla 2016. Leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki kl. 19:15 og verður hann í beinni útsendingu að norðan á Stöð 2 Sport.
 
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hauka en það liði sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslit. Strax á eftir leiknum veðrur Körfuboltakvöld á dagskránni í beinni að norðan þar sem þeir gera upp síðustu leiki í Domino's deildum karla og kvenna.

Sjáumst á vellinum!