11 apr. 2016
Það verða Haukar og Snæfell sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í ár í Domino's deild kvenna. Snæfell vann einvígi sitt gegn Val og í kvöld unnu Haukar Grindavík í hinni undanúrslitaviðureigninni og því ljóst að félögin eru þau tvö sem leika til úrslita í ár.
Leikdagar: (tímasetningar koma í fyrramálið)
Leikur 1 · laugardagur 16. apríl · DB Schenkerhöllinni
Leikur 2 · mánuagur 18. apríl · Stykkishólmi
Leikur 3 · fimmtudagur 21. apríl · DB Schenkerhöllinni – sumardagurinn fyrsti
Leikur 4 · sunnudagur 24. apríl · Stykkishólmi – ef þarf
Leikur 5 · miðvikduagur 27. apríl · DB Schenkerhöllinni – ef þarf