11 apr. 2016Í kvöld mætast í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði Haukar og Grindavík í oddaleik í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Staðan í einvíginu er 2-2 og því mun það lið sem fagnar sigri í kvöld mæta Snæfelli í úrslitunum í ár.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fylgist með á twitter á #korfubolti og #dominos365.
Sjáumst á vellinum!