10 apr. 2016Í kvöld kl. 19:15 mætast KR og Njarðvík í þriðja leik sínum í undanúrslitum Domino's deildarinnar. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Staðan í rimmu félaganna er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur til úrslita í ár.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður í lifandi tölfræði á kki.is líkt og allir aðrir leikir í úrslitakeppnum KKÍ.
Fylgist einnig með umræðunni á #korfubolti og #dominos365 á twitter.
KR-BBQ hefst kl. 18:00 í félagsheimilinu fyrir áhorfendur sem mæta á völlinn í kvöld og eru áhorfendur hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.