9 apr. 2016
Einn leikur fer fram í dag í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's deildar karla. Haukar og Tindastóll mætast í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 17:00.
Þetta er þriðji leikur liðanna en staðan í einvíginu er 1-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslitin og leikur um íslandsmeistaratitilinn.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður í lifandi tölfræði á kki.is líkt og allir aðrir leikir í úrslitakeppnum KKÍ.
Fylgist með umræðunni á #korfubolti og #dominos365 á twitter.