8 apr. 2016
Grindavík og Haukar mætast í kvöld kl. 19:15 í Mustad höllinni í Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Þetta er fjórði leikur liðanna en Grindavík leiðir einvígið 2-1. Það lið sem vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslit og mætir Snæfelli í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikur Grindavíkur og Hauka verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður í lifandi tölfræði á kki.is líkt og allir aðrir leikir í deildinni.
Fylgist með umræðunni á #korfubolti og #dominos365 á twitter.