8 apr. 2016
Eins og var auglýst var þann 11. mars stóð félögum til boða að sækja um að halda úrslit yngri flokka veturinn 2015-16. Keppt verður á tveimur helgum eins og var tilkynnt en er þetta sama fyrirkomulag og var um árabil. Þá eru undanúrslit og úrslit leikin á sömu helgi.
Úrslitahelgarnar eru eftirfarandi 6.-8. maí og 13.-15. maí.
Eftirfarandi flokkar leika á fyrri helginni:
Stúlknaflokkur, drengjaflokkur, 9. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja.
Eftirfarandi flokkar leika á seinni helginni:
Unglingaflokkur kvenna, unglingaflokkur karla, 10. flokkur stúlkna og 10. flokkur drengja.
Búið er að uppfæra allar dagsetningar á 8-liða úrslitum í drengja- og unglingaflokki karla miðað við þetta.
Sjá upplýsingaskjal á heimasíðu KKÍ - http://www.kki.is/library/Skrar/motaplan_yngriflokka_2015_2016.pdf
Stjórn KKÍ ákvað að ÍR taki að sér umsjón fyrri helgarinnar og Keflavík þeirrar seinni.