8 apr. 2016
KR og Skallagrímur mætast öðru sinni í úrslitaviðureign 1. deildar kvenna í kvöld í DHL-höllinni Frostaskjóli. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður hann í lifandi tölfræði á kki.is sem og beinni útsendingu á www.krtv.is.
Skallagrímur getur með sigri tryggt sér sæti í Domino's deild kvenna að ári en þær leiða einvígið 1-0 eftir fyrsta leik liðanna í Borgarnesi en tvo sigra þarf til að vinna einvígið.
Sjáumst á vellinum í kvöld!