7 apr. 2016Njarðvík og KR leika öðru sinni í undanúrslitaviðureign sinni í úrslitakeppni Domino's deildar karla í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Njarðvíkur, Ljónagryfjunni, og hefst hann kl. 19:15.
KR leiðir einvígi liðanna 1-0 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit í ár.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður í lifandi tölfræði á kki.is líkt og allir aðrir leikir í úrslitakeppnum KKÍ. Síðasti leikur var æsispennandi og þurfti að tvíframlengja til að fá fram úrslit.
Fylgist með umræðunni á #korfubolti og #dominos365 á twitter.
Áhorfendur er hvattir til að mæta tímanlega því húsrúm er takmarkað og búast má við að uppselt verði á leikinn.