5 apr. 2016Þjálfaradeild FIBA hefur gefið út frábært forrit fyrir IOS og Android síma og spjaldtölvur fyrir þjálfara. Um er að ræða smáforrit sem hægt er að nota við þjálfun á ýmsan hátt. 

Forritið er frítt og er hægt að finna með leitarorðunum „FIBA coaching“ viðeigandi app-búðum eftir því hvernig tæki þjálfarar nota.

Helstu eiginleikar:
· Teikna upp kerfi og æfingar líkt og á þjálfaraspjaldi
· Tengjast við þjálfarasamfélag FIBA á netinu og læra nýjar æfingar og ýmis kerfi frá öðrum þjálfurum
· Deila þínum æfingum og kerfum
· Skipuleggja þín kerfi á netinu sem eru aðgengileg í forritinu
· Gera æfingaplan og skipuleggja æfingar
· Teikna upp skýringar
· Hægt að nota bæði með og án netsambands




Hlaða niður: Fyrir IOS fyrir iPhone og iPad