5 apr. 2016
Í kvöld hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna en úrslitaviðureign Skallagríms og KR sker úr um það hvaða lið fer upp um deild og leikur í Domino's deild kvenna á næsta tímabili. Það lið sem fyrr sigrar tvo leiki fer upp um deild.
1. deild kvenna: Skallagrímur-KR (leikur 1)
- Fjósinu, Borgarnesi kl. 19:15
- Bein útsending á heimasíðu Skallagríms á netinu
Fylgist með á twitter undir #korfubolti og takið þátt í umræðunni.
Lifandi tölfræði frá leiknum á kki.is.
Sjáumst á vellinum í kvöld!