3 apr. 2016Í kvöld er komið að fyrsta leiknum í undanúrslitum karla þegar fyrsti leikur í viðureign Hauka og Tindastóls fer fram. Leikurinn fer fram á heimavelli Hauka, DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði, og hefjst hann kl 19:15.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður í lifandi tölfræði á kki.is líkt og allir aðrir leikir í úrslitakeppnum KKÍ.
Fylgist með umræðunni á #korfubolti og #dominos365 á twitter.