1 apr. 2016
Í kvöld er komið að leikjum tvö í einvígjum Fjölnis og ÍA og Vals og Skallagríms í undanúrslitum 1. deildar karla. Fjölnir og Valur leiða sín einvígi 1-0 eftir sigur á heimavöllum í fyrsta leik.
Liðin sem höfnuðu í 2.-5. sæti í deildarkeppninni í ár leika um eitt laust sæti í efstu deild að ári, Domino's deildinni, en vinna þarf 3 leiki í undanúrslitunum til að fara í úrslitin.
Leikir kvöldsins · Föstudaginn 1. apríl:
19:15 · Skallagrímur-Valur · Fjósinu, Borgarnesi (0-1 fyrir Val)
19:15 · ÍA-Fjölnir · Vesturgötu, Akranesi (0-1 fyrir Fjölni)