30 mar. 2016Í kvöld er komið að fyrsta leik Fjölnis og ÍA í undanúrslitum 1. deildar karla en leikið verður í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst leikurinn kl. 19:15.
Liðin sem höfnuðu í 2.-5. sæti í deildarkeppninni í ár leika um eitt laust sæti í efstu deild að ári, Domino's deildinni, en vinna þarf 3 leiki í undanúrslitunum til að fara í úrslitin. Valur og Skallagrímur mætast í hinni viðureign undanúrslitanna og þar er staðan 1-0 fyrir Val.
Allir leikir í 1. deild karla eru í lifandi tölfræði hér á kki.is.
Leikir liðanna í vetur (1-1)
Fjölnir 111 : 92 ÍA
ÍA 85 : 80 Fjölnir
Leikjaplanið:
30. mars kl. 19:15 Fjölnir-ÍA
01. apríl kl. 19:15 ÍA-Fjölnir
04. apríl kl. 19:15 Fjölnir-ÍA
07. apríl kl. 19:15 ÍA-Fjölnir (ef þarf)
10. apríl kl. 19:15 Fjölnir-ÍA (ef þarf)