29 mar. 2016
Það verða tveir æsispennandi leikir í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn fær Hauka í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn og Njarðvík og Stjarnan mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Staðan í einvígjum liðanna er sú að Haukar leiða 2-1 gegn Þór Þ. og Njarðvík leiðir 2-1 gegn Stjörnunni.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslit í ár.
Leikirnir verða einnig í lifandi tölfræði (LIVEstatti) á kki.is að venju.
Sjáumst á vellinum í kvöld!