26 mar. 2016
Það er ekki bara Ísak Ernir Kristinsson sem er erlendis um páskana, faðir hann Kristinn Óskarsson er einnig í Södertalje við störf á FIBA námskeiði.
Kristni hlotnaðist sá heiður fyrr í vetur að vera valinn í hóp sem heitir á ensku Potential National Referee Coaching Group en FIBA bauð 7 einstaklingum í slíkan hóp í vetur. Kristinn hefur nú þegar farið á einn fund með hópnum í Munchen í Þýskalandi. Hópurinn mun einkum hafa umsjón með því tveggja ára ferli sem aðlþjóðleg dómaraefni þurfa að fara í gegnum til að koma til álita sem FIBA dómarar en Kristinn mun einnig starfa náið með dómaraforystu FIBA í að leiðbeina alþjóðlegum dómurum. Sem dæmi mun hann vera á EM U20 karla - A deild í Finnlandi í sumar sem annar af tveimur dómaraþjálfurum. Á því móti verða margir af sterkustu dómurum Evrópu.
Það er óhætt að segja að þetta sé mikil viðurkenning á störfum Kristins og íslensks körfubolta.
Kristinn segir að verkefnið í Svíþjóð nú um páskana sé liður í undirbúningi hans og FIBA Europe undir frekari verkefni á þeirra vegum.