24 mar. 2016

Ísak Ernir Kristinsson dómari er nú um páskana í Södertalje í Svíþjóð þar sem hann tekur þátt í námskeiði fyrir verðandi FIBA dómara en eins og KKÍ sagði frá í desember er FIBA að breyta fyrirkomulagi sínu varðandi FIBA dómara. Ísak er nú að hefja ferlið sem Davíð Tómas Tómasson hóf í desember.

Hluti af námskeiði Ísaks er fólginn í að dæma á Scania Cup sem margir Íslendingar þekkja og nokkur íslensk lið taka þátt í núna. Einnig sitja þeir 18 dómarar sem eru á námskeiðinu fyrirlestar um ýmis málefni, m.a. samskipti dómara og þjálfara, taka reglupróf, enskupróf og þrekpróf.