22 mar. 2016
Í kvöld er komið að lokaumferðinni í Domino's deild kvenna á þessu tímabili. Leikur Keflavíkur og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um 4. sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.
Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Leikir kvöldsins:
Keflavík-Grindavík, TM höllin í Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
Snæfell-Valur, Stykkishólmur
Haukar-Hamar, Schenkerhöllin Ásvöllum