18 mar. 2016Lokaumferð deildarkeppni 1. deildar karla fer öll fram í kvöld og þá ræðst röðun liða í úrslitakeppninni og hvaða lið falla í 2. deild að ári.

Þór Akureyri sigraði deildarkeppnina og fer því beint upp í Domino's deild karla á næstu leiktíð en Þór Akureyri fær afhendann deildarmeistarabikarinn í kvöld á Akureyri.

Liðin í 2. til 5. sætunum fara í 4-liða úrslitakeppni um hitt lausa sætið í Domino's deildinni á næsta ári.

Ljóst er að Fjölnir, Skallagrímur, Valur og ÍA munu leika í úrslitakeppninni í ár, en eini óvissuþátturinn fyrir leiki kvöldsins, er í hvaða sætum Fjölnir, Skallagrímur og Valur enda. ÍA mun enda í 5. sæti óháð úrslitum kvöldsins.

Liðin í 2. og 3. sæti eiga heimavallarréttinn í fyrstu umferðinni og svo það lið sem hafnaði efst af þeim sem komast í úrslit, í lokaúrslitunum.

Ármann og KFÍ spila hreinan úrslitaleik hvaða lið fylgir Reyni Sangerði í 2. deild að ári.

Leikir kvöldins:

Hamar-Reynir · Sandgerði kl. 19:15
Valur-Breiðablik · Valshöllin kl. 19:30
Ármann-KFÍ · Kennaraháskólinn kl. 20:00
Þór Ak.-ÍA · Höllin Akureyri kl. 20:00
Fjölnir-Skallagrímur · Dalhús kl. 20:30