17 mar. 2016Í kvöld er komið að stóru stundinni á þessu tímabili þegar úrslitakeppnin fer af stað! Í kvöld eru tveir fyrstu leikirnir á dagskrá í tveim viðureignum og verður einn leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Keflavík-Tindastóll · Leikur 1
Mætast í TM höllinni Sunnubraut í Keflavík
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
KR-Grindavík · Leikur 1
Mætast í DHL-höllinni í Frostaskjóli
Leikurinn verður í beinni á KRTV.is. Dagspassi á stöðina er 378 kr. ($2.99) og fyrir mánuðinn 631 kr. ($4.99)
KR-BBQ í félagsheimilinum frá kl. 18:00.
Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði úr báðum leikjunum að venju á kki.is.
Takið þátt í umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365
Sjáumst á vellinum í kvöld!