15 mar. 2016Í hádeginu verður úrvalsliðs Domino's deildar karla kunngjört og veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í deildinni á seinni hluta tímabilsins 2015-2016.
Þá verða fimm leikmenn valdir í úrvalslið umferðarinnar, dugnaðarforkurinn verðlaunaður ásamt besta þjálfaranum í seinni hlutanum sem og besti leikmaðurinn valinn úr hópi þeirra fimm sem skipa úrvalsliðið.
Einnig verður úrslitakeppnin kynnt til leiks en fjölmiðlar mæta og verða fulltrúar allra liðanna í úrslitunum á staðnum til að sitja fyrir svörum og á myndum.