10 mar. 2016
Í kvöld ræðst endanleg staða liða í deildarkeppni Domino's deildar karla tímabilið 2015-2016 þar sem lokaumferðinn fer öll fram í kvöld.
Þá ræðst hvaða 8 lið leika í úrslitakeppninni og hvaða lið eigast við í fyrstu umferðinni.
Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Bein útsending í kvöld!
Stöð 2 Sport sýnir beint frá Ásgarði í Garðabæ, viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur.
Liðin berjast um 2. sæti deildarinnar, en það lið sem sigrar í kvöld tryggir sér 2. sætið.
Leikir kvöldsins:
Haukar-Höttur · Schenkerhöllin
Þór Þ.-Snæfell · Icelandic Glacial höllin
Stjarnan-Keflavík · Ásgarður
ÍR-KR · Hertz Hellirinn - Seljaskóli
FSu-Tindastóll · Iða, Selfossi
Grindavík-Njarðvík · Mustadhöllin, Grindavík