8 mar. 2016Í gær fluttu starfsmenn KKÍ sig um set innan veggja Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardalnum og fluttu skrifstofu KKÍ og er hún nú staðsett á 1. hæð til hægri þegar gengið er inn um aðalinngang hússins.
Nýju skrifstofunar eru bæði stærri og rúmbetri og innihalda meðal annars fundarherbergi og geymsluherbergi fyrir til dæmis búninga og fatnað landsliða. KKÍ hafði haft aðsetur í gamla skrifstofurýminu frá árinu 1990 og því 26 ára sögu lokið á þeim bænum.