1 mar. 2016
Fimmtudaginn 3. mars verður haldinn kynningarfundur á Íþróttaakademíu Borgarholtsskóla. Fundurinn er haldinn í Borgarholtsskóla. Þetta er opinn fundur þannig að þeir sem vilja geta mætt á milli 17:00-19:00. Á staðnum verða þjálfarar og nemendur sem hægt er að ræða við.
Akademía Borgarholtsskóla hefur verið starfandi í um 10 ár og hafa margir framúrskarandi leikmenn farið í gegnum akademíuna eins og Ægir Þór Steinarsson sem samdi nýverið við lið á Spáni, Tómas Heiðar Tómasson, Arnþór Freyr Guðmundsson og margir fleiri.
Akademían er ekki eingöngu æfingar í körfuknattleik heldur er mjög fær styrktarþjálfari sem sér um styrktaræfingar og eins eru framúrskarandi fyrirlestrar sem hjálpa til við að ná enn lengra í íþróttinni.