24 feb. 2016
Í kvöld er komið að seinni landsleik kvennalandsliðs Íslands í þessari umferð þegar liðið tekur á móti liði Ungverja. Leikrinn hefst kl 19:30 í Laugardalshöllinni.
Liðin áttust við í fyrsta leik liðanna í undankeppninni í Ungverjalandi í nóvember síðastliðnum þar sem eftir jafnan leik sigruðu Ungverjar 50:72. Nú er komið að okkur að leika gegn þeim á heimavelli og hvetjum við alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum okkar.
Þjálfarar liðsins, Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon, hafa ákveðið að gera tvær breytingar á liðinu sem lék gegn Portúgal, en Guðbjörg Sverrisdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir, hvíla í þessum leik og inn koma Auður Íris Ólafsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, en Salbjörg Ragna verður þar með í fyrsta sinn í A-landsliði kvenna.
Leikmannahópur landsliðsins í kvöld:
# Nafn · Félag · Landsleikir
3 Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík · 4 landsleikir
4 Helena Sverrisdóttir · Haukar · 60 landsleikir
6 Bryndís Guðmundsdóttir · Snæfell · 38 landsleikir
7 Margrét Kara Sturludóttir · Stjarnan · 14 landsleikir
9 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Grindavík · 39 landsleikir
10 Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell · 22 landsleikir
11 Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar · 34 landsleikir
12 Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík · 6 landsleikir
15 Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Hamar · Nýliði
22 Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell · 3 landsleikir
25 Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan · 32 landsleikir
26 Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar · 8 landsleikir
Miðasala:
Miðasala er á netinu á tix.is og í andyrinu á leikstað. Athygli skal vakin á því að ekki er hægt að sýna aðgöngukort á leikstað til að fá aðgang en miðaafhending til korthafa fór fram í gær.
Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Bein útsending:
Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2 og á netinu á ruv.is/ruv-2 og verður útsendingin opin fyrir áhugasama sem staddir eru erlendis.
LIVEstatt:
Lifandi tölfræði verður frá leiknum á heimasíðu FIBA Europe.
Leikskrá leiksins:
Verður á stafrænu formi og verður aðgengileg á forsíðu KKÍ sem og hérna
Áfram Ísland!