22 feb. 2016
Íslenska kvennalandsliðið mætir Ungverjum í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn kemur kl. 19:30 í undankeppni EM 2017.
Um er að ræða seinni leik liðanna í riðlinum en liðin áttust við í Ungverjalandi í nóvember þar sem ungverjar unnu 50:72. Nú er komið að okkar stelpum að hefna fyrir tapið og leika á heimavelli fyrir framan íslenska stuðiningsmenn.
Miðasala
Hægt er að kaupa miða í forsölu hérna á tix.is og er miðaverðið 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri (frítt fyrir 12 ára og yngri).
Handhafar aðgöngukorta KKÍ þurfa að sækja sér miða á morgun þriðjudag milli 12-14 á skrifstofu KKÍ eða fyrir þá sem eru á landsbyggðinni að senda tölvupóst á sama tíma og láta taka frá miða. Ekki verður hleypt inni á leikdegi með aðgöngukortum (sjá nánar hérna)