20 feb. 2016

Á ferðalaginu til Portúgals frá Brussel urðu þau mistök starfsmanna flugfélagsins sem flogið var með til þess að búningataska liðsins var ekki merkt með töskumiða og því varð hún eftir í Belgíu. Ekki nóg með það heldur var hún send heim til Íslands í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fararstjórnar liðsins um að fá upplýsingar og að skýrsla hafi strax verið gerð og beðið um að hún yrði send áfram til Portúgals.

En þegar allt kemur til alls er litið á þetta sem smámál innan hópsins og búið að redda búningum frá kvennaliðinu í bænum, klúbbnum Illiabum, og færir KKÍ þeim bestu þakkir fyrir. Stelpurnar allar komnar með treyju og stuttbuxur og eina sem kemst að er að leika til sigurs í kvöld. 

Sædís sjúkraþjálfari liðsins fékk það hlutverk að máta einn búning á æfingu í dag og tekur sig vel út. 

Við munum setja inn myndir frá leiknum á facebook-síðu KKÍ í kvöld og lifandi tölfræði er að finna á síðu fibaeurope.com