18 feb. 2016Íslenska kvennalandsliðið mætir Portúgal í fyrsta sinn þegar lið þjóðanna mætast í undankeppni EM 2017 í Ilhavo í Portúgal á laugardaginn kemur.
Íslensku stelpurnar lentu í riðli með þremur þjóðum sem íslenska kvennalandsliðið hafði aldrei mætt áður. Þetta voru því fyrstu leikir Íslands á móti Ungverjalandi og Slóvakíu í nóvember síðastliðnum.
Portúgal verður 26. þjóðin sem íslenska kvennalandsliðið mætir á körfuboltavellinum eða allt síðan að liðið mætti Svíþjóð í fyrsta leik sínum 6. apríl. Seinna um sama dag mættu stelpurnar Finnlandi í fyrsta sinn og daginn eftir voru það fyrstu leikir liðsins gegn Danmörku og Noregi.
21 þjóð hefur síðan bæst við þar af fimmtán þeirra áður en ný öld gekk í garð. Íslenska kvennalandsliðið var ekki búin að mæta nýrri þjóð í rúm sjö ár þegar stelpurnar reyndu sig á móti Ungverjalandi í Miskolc í nóvember.
Íslenska liðið tapaði leikjum sínum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu í nóvember og nú er svo komið að þær hafa ekki unnið þjóð í fyrstu tilraun síðan árið 2004 eða í tæp tólf ár.
Síðasti sigur íslenska liðsins í fyrsta leik á móti þjóð kom á móti Skotum í Evrópukeppni Smáþjóða í Andorra árið 2004. Íslensku stelpurnar unnu þá 85-44 sigur. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig en Anna María Sveinsdóttir skoraði 13 stig. Birna Valgarðsdóttir skoraði 12 stig og Hildur Sigurðardóttir var með 10 stig.
Þarna voru liðin fimm ár frá síðasta sigri í fyrsta leik á móti þjóð en Óskar Kristjánsson stýrði íslensku stelpunum til sigurs í frumraun sinni á móti Holland í maímánuði 1999. Signý Hermannsdóttir og Alda Leif Jónsdóttir voru stighæstar í íslenska liðinu í leiknum með ellefu stig hvor en fyrirliðinn Anna María Sveinsdóttir skoraði 10 stig.
Íslenska landsliðið hefur aldrei unnið frumraun á móti þjóð án þess að hafa Önnu Maríu Sveinsdóttur innanborðs en Anna María spilaði sextán sinnum í fyrsta leik á móti þjóð og skoraði 229 stig í þeim leikjum eða 14,3 stig að meðaltali.
Sigurinn á Skotum er einn af níu sigrum íslenska liðsins í fyrsta leik sínum á móti þjóð en liðið vann einnig fyrstu leiki sína á móti Kýpur, Mónakó, Möltu, Gíbraltar, Sviss, Andorra, Albaníu og Hollandi. Anna María Sveinsdóttir spilaði alla þessa níu sigurleiki og var stigahæst í fimm þeirra.
Flestir landsleikir spilaðir í fyrstu viðureign á móti þjóð:
Anna María Sveinsdóttir · 16
Linda Stefánsdóttir · 11
Guðbjörg Norðfjörð · 9
Birna Valgarðsdóttir · 8
Kristín Blöndal · 7
María Jóhannesdóttir · 6
Helga Þorvaldsdóttir · 6
Hildur Sigurðardóttir · 6
Vigdís Þórisdóttir · 6
Alda Leif Jónsdóttir · 6
Erla Þorsteinsdóttir · 6
Svanhildur Káradóttir · 5
Marín Rós Karlsdóttir · 5
Erla Reynisdóttir · 5
Signý Hermannsdóttir · 5
Hanna B. Kjartansdóttir · 5
Björg Hafsteinsdóttir · 5
Sólveig Pálsdóttir · 5
Flestir sigurleikir spilaðir í frumraun á móti þjóð:
Anna María Sveinsdóttir · 9
Linda Stefánsdóttir · 6
Guðbjörg Norðfjörð · 6
Birna Valgarðsdóttir · 4
Kristín Blöndal · 4
Alda Leif Jónsdóttir 4
Hanna B. Kjartansdóttir · 4
Helga Þorvaldsdóttir · 3
Erla Þorsteinsdóttir · 3
María Jóhannesdóttir · 3
Erla Reynisdóttir · 3
Svanhildur Káradóttir · 3
Kristín Björk Jónsdóttir · 3
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir · 3
Guðrún Gestsdóttir · 3
Margrét Sturlaugsdóttir · 3
Oftast stigahæst í fyrsta leik á móti þjóð:
Anna María Sveinsdóttir · 5
Helena Sverrisdóttir · 3
Alda Leif Jónsdóttir · 2
Erla Þorsteinsdóttir · 2
Signý Hermannsdóttir · 2
Björg Hafsteinsdóttir · 2
Birna Valgarðsdóttir · 1
Svanhildur Káradóttir · 1
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir · 1
Vigdís Þórisdóttir · 1
Hrönn Harðardóttir · 1
Marta Guðmundsdóttir · 1
Fyrsti leikur kvennalandsliðsins á móti þjóðum:
Svíþjóð · 6.4.1973 · Tap
Finnland · 6.4.1973 · Tap
Danmörk · 7.4.1973 · Tap
Noregur · 7.4.1973 · Tap
Lúxemborg · 26.12.1987 · Tap
Wales · 3.4.1988 · Tap
Kýpur · 18.5.1989 · Sigur
Mónakó · 19.5.1989 · Sigur
Austurríki · 15.12.1989 · Tap
Írland · 16.12.1989 · Tap
Malta · 22.5.1991 · Sigur
Tyrkland · 11.12.1991 · Tap
Gíbraltar · 13.12.1991 · Sigur
Sviss · 15.12.1993 · Sigur
Eistland · 27.12.1995 · Tap
Andorra · 26.6.1996 · Sigur
Albanía · 30.6.1996 · Sigur
Holland · 8.5.1999 · Sigur
Slóvenía · 9.5.1999 · Tap
England · 27.12.2002 · Tap
Skotland · 26.7.2004 · Sigur
Aserbaijan · 29.7.2004 · Tap
Svartfjallaland · 10.9.2008 · Tap
Ungverjaland · 21.11.2015 · Tap
Slóvakía · 25.11.2015 · Tap