18 feb. 2016Íslenska liðið og fararteymi er nú statt í Leifstöð og flýgur eftir um klukkutíma til Brussel þaðan sem flogið verður seinnipartinn til Portúgals. Í kvöld mun liðið koma sér fyrir og hvílast og á morgun eru tvær æfingar. Leikurinn verður svo kl 18:30 að staðartíma í Portúgal sem er sá sami og á Íslandi, en leikið er í borginni Ilhavo á vesturströnd landsins, um 80 km. frá Porto.
Fylgist með á facebook síðu KKÍ en þar verða myndir og fleira næstu daga fram að leik.