17 feb. 2016Ívar Ásgrímsson er nú að hefja sitt fimmta ár sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og er hann aðeins annar þjálfarinn sem nær því.
Fyrsti leikur Ívars með íslenska liðið á árinu 2016 er á útivelli á móti Portúgal í undankeppni EM 2017 á laugardaginn en hann hefur þjálfað liðið frá og með árinu 2014. Fyrstu tvö ár Ívars með liðið voru aftur á móti árin 2004 og 2005.
Aðeins eins annar þjálfari hefur náð að vera með kvennalandsliðið á fimm landsliðsárum en það er Sigurður Ingimundarson sem þjálfaði liðið frá 1995 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2002.
Ívar hefur þegar stjórnað íslenska liðinu í fjórtán leikjum í þessari törn (frá og með sumrinu 2014) en liðið lék tuttugu leiki undir hans stjórn frá 2004 til 2005.
Eftir landsliðsárið 2015 var Ívar jafn Torfa Magnússyni en Torfi stýrði kvennalandsliðinu á fjórum árum frá 1989 til 1993. Íslenska kvennalandsliðið spilaði engan landsleik árið 1992.
Sigurður stýrði íslenska kvennalandsliðinu í alls 22 leikjum á þessum fimm landsliðsárum en Ívar er þegar kominn með 34 leiki sem þjálfari íslenska liðsins. Landsliðið hefur unnið 17 af 34 leikjum undir stjórn Ívars eða 50 prósent leikjanna.
Íslenska kvennalandsliðið vann 13 af 22 leikjum undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar eða 59 prósent leikjanna.
Flest landsliðsár með kvennalandsliðið:
5 - Sigurður Ingimundarson (1995, 1996, 1997, 2001, 2002)
5 - Ívar Ásgrímsson (2004, 2005, 2014, 2015, 2016)
4 - Torfi Magnússon (1989, 1990, 1991, 1993)
2 - Sigurður Hjörleifsson (1987, 1988)
2 - Hjörtur Harðarson (2002, 2003)
2 - Guðjón Skúlason (2006, 2007)
2 - Sverrir Þór Sverrisson (2012, 2013)
Landsliðsár Ívars Ásgrímssonar:
2004 - 7 sigrar í 14 leikjum (50 prósent)
2005 - 4 sigrar í 6 leikjum (67 prósent)
2014 - 3 sigrar í 6 leikjum (50 prósent)
2015 - 3 sigrar í 8 leikjum (38 prósent)