17 feb. 2016Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur ekki misst úr landsleik síðan að hún lék sin fyrsta A-landsleik á Norðurlandamótinu í Noregi í maí 2012.
Gunnhildur er farin að nálgast þær landsliðskonur sem haldið hafa sæti sínu í liðinu lengst eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik.
Gunnhildur spilar væntanlega sinn 22. leik í röð á móti Portúgal og fer þar með upp fyrir Sólveigu Gunnlaugsdóttur.
Gunnhildur vantar þá bara tvo leiki til að jafna afrek liðsfélags síns í íslenska liðinu í dag. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir lék 24 leiki í röð frá því að hún fékk sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu og aðeins þrjár landsliðskonur hafa gert betur.
Metið á Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ og fararstjóri íslenska liðsins í Portúgal. Guðbjörg spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Danmörku 10. október 1990 og missti síðan ekki úr landsleik fyrr en á Norðurlandamótinu í Bergen tæpum tíu árum síðar.
Guðbjörg lék alls 45 landsleiki í röð frá fyrsta landsleik en hún var í fæðingarorlofi þegar hún missti af landsleikjunum í áratug.
Hildur Sigurðardóttir var farin að nálgast met Guðbjargar árið 2004 þegar hún var komin með 40 leiki í röð frá fyrsta leik en missti þá af einum landsleik vegna meiðsla.
Anna Dís Sveinbjörnsdóttir er í þriðja sæti listans en hún lék 30 leiki í röð frá og með sínum fyrsta A-landsleik.
Flestir leikir í röð frá fyrsta landsleik:
45 · Guðbjörg Norðfjörð
40 · Hildur Sigurðardóttir
30 · Anna Dís Sveinbjörnsdóttir
24 · Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
21 · Gunnhildur Gunnarsdóttir
21 · Sólveig Gunnlaugsdóttir
17 · Ragna Margrét Brynjarsdóttir
16 · Hanna B. Kjartansdóttir
16 · Olga Færseth
15 · Gréta María Grétarsdóttir
15 · Pálína Gunnlaugsdóttir
14 · Linda Stefánsdóttir
12 · Hildur Björg Kjartansdóttir
12 · Lovísa Guðmundsdóttir
12 · Margrét Rósa Hálfdanardóttir