15 feb. 2016



Um helgina fór fram bikarúrslitahelgi KKÍ 2016 með pompi og prakt í Laugardalshöllinni. Óhætt að segja að vel hafi tekist til, frábærir leikir fóru fram og fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Höllina.

Uppselt var í fyrsta sinn í sögu KKÍ á bikarúrslitaleiki karla og kvenna á laugardeginum og mjög góð mæting var á alla yngri flokka leiki föstudag og sunnudag en alls fóru fram 10 úrslitaleikir milli 20 liða þar sem 11 félög áttu lið í bikarúrslitunum. 

KKÍ vill þakka öllum leikmönnum, þjálfurum, dómurum og forsvarsmönnum félaganna sem og áhorfendum sem lögðu leið sína í Höllina og tóku þátt í gleðinni. Einnig þakkar KKÍ öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg hvort sem var við vinnu á leikjunum eða í undirbúningi helgarinnar. Án þeirra hefði aldrei tekist eins vel til og raun bar vitni.

Eftirtalin lið urðu bikarmeistarar 2016:
9. flokkur stúlkna · GRINDAVÍK
Unglingaflokkur kvenna · KEFLAVÍK 
Meistarflokkur kvenna · SNÆFELL
Meistarflokkur karla · KR
10. flokkur drengja · HAUKAR
9. flokkur drengja · ÞÓR AKUREYRI
10. flokkur stúlkna · GRINDAVÍK
Drengjaflokkur · NJARÐVÍK
Stúlknaflokkur  · KEFLAVÍK
Unglingaflokkur karla · HAUKAR