15 feb. 2016
Landslið kvenna hefur komið saman til æfinga að nýju en framundan er seinni keppnisglugginn á þessu tímabili. Þá mun liðið leika úti gegn Portúgal þann 20. febrúar og hér heima þann 24. febrúar gegn Ungverjalandi í undankeppni EM.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa boðað 20 leikmenn til æfinga. Liðið hefur æft um helgina og verður við æfingar næstu tvo daga fram að brottför í útileikinn.
Þær sem koma nýjar inn í æfingahópinn eru eftirfarandi leikmenn:
Hallveig Jónsdóttir - Valur · Bakvörður · f. 1995 · 180 cm · 3 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 cm · 3 landsleikir
Margrét Kara Sturludóttir - Stjarnan · Bakvörður · f. 1989 · 175 cm · 13 landsleikir
María Björnsdóttir - Snæfell · Framherji · f. 1990 · 176 cm · Nýliði
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Hamar · Miðherji · f. 1991 · 188 cm · Nýliði
Sylvía Rún Hálfdánardóttir - Haukar · Bakvörður f. 1998 · 181 cm · Nýliði
Aðrir leikmenn sem voru einnig í æfingahóp í fyrri glugganum og eru í hóp að nýju:
Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 8 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · 2 landsleikir
Bergþóra Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · 1 landsleikur
Björg Einarsdóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 37 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 9 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 21 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 59 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 7 landsleikir
Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 6 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 33 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 31 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 5 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 38 landsleikir