13 feb. 2016Í dag er komið að stóra deginum, þegar leikið verður til úrslita í Poweradebikarnum 2016!
Úrslitaleikur kvenna hefst kl. 14:00 þegar Snæfell og Grindavík eigast við og strax á eftir verður úrslitaleikur karla, KR-Þór Þorlákshöfn kl. 16:30.
Miðasala er á tix.is og á leikstað, en að gefnu tilefni hvetjum við áhorfendur til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir rétt fyrir leik.
Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV og RÚV HD.
Úrslit yngri flokka:
Úrslit yngri flokka halda svo áfram á morgun sunnudag en tveir leikir voru í gær hjá yngri liðunum. Allir leikir yngri liða eru í beinni útsendingu á Youtube-rás KKÍ.