12 feb. 2016

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.

Mál nr. 14/2015-2016:
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Manuel Angel Rodriguez Escudero, þjálfari Skallagríms, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik UMFN gegn Skallagrími, 1. deild kvenna, sem leikinn var þann 31. janúar 2016."

Mál nr. 15/2015-2016:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik KR og ÍR á Íslandsmóti - í unglingaflokki karla, sem leikinn var 31. janúar 2016".

Mál nr. 16/2015-2016:
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Bojan Desnica, þjálfari KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR gegn Stjörnunni, 9. flokks drengja, sem leikinn var þann 2. febrúar 2016."

Úrskurðirnir tóku gildi á hádegi í gær.